Landsmót skáta 2020

Byggjum betri heim

Landsmót skáta verður haldið að Hömrum á Akureyri dagana 8. – 14. júlí 2020. Fálkaskátar og eldri koma saman og byggja betri heim með heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna að leiðarljósi. Á landsmóti fáum við tækifæri til að prófa nýja hluti, finna leiðir til að gera heiminn að betri stað, skemmta okkur konunglega og kynnast fólki frá öðrum stöðum á landinu og jafnvel frá öðrum löndum líka.

Komdu og vertu með í þessari ógleymanlegu og æsispennandi dagskrá að Hömrum!

 

Þátttakendur

Þátttakendur eru fálka-, drótt- og rekkaskátar fæddir á bilinu 2001 – 2009. Þátttakendur munu upplifa öll þau spennandi og krefjandi ævintýri sem landsmót skáta hefur uppá að bjóða. Skátum frá öllum heimshornum er boðið að koma og taka þátt. Landsmót skáta er almennt haldið á þriggja til fjögurra ára fresti svo þið viljið ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

Verð fyrir þátttakendur eru 55.000,- kr.
Skráning er hafin á skatar.felog.is og henni lýkur 1. mars 2020. Athugið að þátttakendagjöld þurfa að vera greidd að fullu 1. júní 2020.

Ef þú ert róverskáti eða eldri, ekki örvænta! Komdu og vertu með í starfsmannaliðinu okkar.

Sjálfboðaliðar á landsmóti

Langar þig að koma og upplifa landsmót skáta 2020? Það er einstök og skemmtileg upplifun að koma að undirbúningi og framkvæmd landsmóts. Þú færð tækifæri til þess að upplifa dagskránna frá mismunandi sjónarhornum, kynnast nýju fólk bæði frá Íslandi og öðrum löndum og taka að þér áður óþekktar áskoranir með góðum hópi af skemmtilegum sjálfboðaliðum.

Ef þú vilt leggja lið við undirbúning eða framkvæmd skráðu þig þá hér, við höfum þá samband við þig og finnum verkefni sem hentar þér.

Dagskrá

Staðsetning

Hamrar á Akureyri

Hamrar, útivistar- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri er fallegt tjaldsvæði í útjaðri Akureyrar. Svæðið er í Kjarnaskógi, þar er góður andi og nóg af tækifærum fyrir skemmtilega dagskrá. Til dæmis er fullt af flottum gönguleiðum, svæði fyrir vatnadagskrá og skógurinn sem umlykur svæðið býður upp á marga möguleika. Landsmót skáta mun nýta sér þessa frábæru aðstöðu og við hlökkum til að sýna ykkur hvað þetta svæði hefur uppá að bjóða.
Landsmót skáta hefur oft verið haldið að Hömrum og tekist vel til, þetta skiptið verður ekkert öðruvísi. Við munum reisa magnaða tjaldbúð og búa þar saman í skátasamfélagi sem við sköpum eftir okkar höfði þar sem vinátta og gleði mun ráða ríkjum!