Til hamingju með afmælið!

Afmælismót SSR verður haldið á Úlfljótsvatni 4.-7. júlí í tilefni að 50 ára samruna kven- og drengjaskáta í Reykjavík. Mótið er fyrir skáta á aldrinum 10-25 ára. Boðið verður upp á fjölskyldubúðir fyrir eldri skáta og foreldra.

  • Skátamynd-3

Mótgjaldið og skilmálar

Mótsgjald er kr. 29.500,-
Innifalið er matur, gisting og dagskrá. Boðið verður upp á mötuneyti fyrir alla þátttakendur í morgun- hádegis- og kvöldmat.

Almennur skráningarfrestur er til 10.maí 2019, eftir það hækkar gjaldið í 32.500,-

Skráningu lýkur 10.júní […]

  • Skátamynd-29

Afmælishátíð á Laugardeginum

Laugardaginn 6.júlí á Úlfljótsvatni verður slegið upp afmælishátíð í tilefni 50 ára afmælis sameingingar Kvennskátafélag Reykjavíkur og Skátafélags Reykjavíkur. Öllum er boðið og sérstaklega eldri skátum og fjölskyldum skáta og verður hægt að tjalda á […]

  • Skátamynd-14

Sjálfboðaliðar óskast

​​Hefur þú áhuga á að koma að undirbúningi og framkvæmd afmælismótsins ?  Endilega skráðu þig á starfsmannalistann.  Við leitum nú að höndum í eftirfarandi verkefni:

Gríðarlega mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á […]

 Mótið er haldið í tilefni að 50 ár eru síðan Kvennskátafélg Reykjavíkur og Skátafélag Reykjavíkur voru lögð niður og stofnuð fimm skátafélög í Reykjavík. Skátafélögin Garðbúar, Dalbúar Hamrabúar, Landnemar og Ægisbúar þann 29.mars 1969 og Skátafélagið Skjöldungar svo í kjölfarið þann 5.oktober 1969.

Það er staðreynd að sterkustu minninar skáta eru tengdar stórum skátamótum á sumrin. Við ætlum svo sannarlega að skapa skemmtilegar minningar til að taka með heim í bakpokanum sínum.