LM2016logo-300pix

Landsmót skáta er haldið annað hvert ár og er að þessu sinni haldið á Úlfljótsvatni dagana 17. – 24. júlí. Skátar á aldrinum 10 – 22 ára koma sama sem þátttakendur á mótinu. Þema mótsins er „Leiðangurinn mikli“.

  • 12546058_10153266504860969_500611049_o

Vetrarverkefnið er hafið

Leiðangurinn mikli er hafinn! Nú fer af stað vetrarverkefni fyrir þá sem, eins og við, einfaldlega geta ekki beðið eftir Landsmóti skáta. Verkefnunum er skipt niður eftir þemum dagskrárveralda og geta flokkarnir valið milli þriggja […]

  • LM2016logo-400pix

Fyrsta kynningarmyndbandið

Kynningarmyndband fyrir Landsmót skáta var frumsýnt á Skátaþingi, við góðar undirtektir þingfulltrúa. Nú er myndbandið aðgengilegt þeim sem ekki komust á þingið. Góða skemmtun :)

  • frettamynd2

Sjálfboðaliðar

Gríðarlega mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á jafnstórum og viðamiklum viðburði og landsmót skáta er.
Því er mikilvægt að allir sem vettlingi geti valdið hjálpist að og aðstoði við undirbúning og framkvæmd […]

Landsmót skáta er frábær vettvangur til að bjóða til okkar skátum hvaðanæva að úr heiminum, skapa aðstæður fyrir gagnvirk kynni af menningu og viðhorfum hvors annars, læra hvert af öðru, efla bræðralag og skilning okkar á milli, án þess að þurfa að yfirgefa heimalandið.

Það er staðreynd að eitt það eftirminnilegasta sem íslenskir skátar hafa frá landsmótum okkar eru kynni við erlend skátasystkini á mótinu að þeirra eigin sögn.​