MÓTSSVÆÐIÐ

Mótið fer fram á Úlfljótsvatni en þar er gríðarstórt tjaldsvæði sem mun taka vel á móti öllum þátttakendum og sjálfboðaliðum mótsins. Skátar hafa byggt útilífsmiðstöðina upp með það í huga að unnt sé að halda þar fjölmenn skátamót fyrir þúsundir þátttakenda með nauðsynlegum tjaldflötum, hreinlætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu. 

Landsmót skáta er með allt svæðið frátekið og við bendum þeim sem vilja koma og taka þátt á mótinu á fjölskyldubúðir.

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um mótssvæðið á facebook síðu og á heimasíðu Úlfljótsvatns.