Kvölddagskrá

Á daginn skemmta skátar sér í fjölbreyttri dagskrá og hafa gaman af. En þegar kvöldið skellur á með þægilegum þunga hætta skátar ekki að skemmta sér. Nei, þvert á móti. Kvöldin nota skátarnir til að syngja og skemmta sér við varðeld, þeir stikla jafnvel á steinum í stórleikjum, bjóða nágrönnum sínum í heilmikla heimsókn til nágrannaskátafélags, feta veginn á félagakvöldi eða dansa á diskóteki. Kvölddagskráin er fjölbreytt og skemmtileg að skátasið.

Föstudagur

Á föstudagskvöldið verður  stórleikur þar sem þátttekendur glíma við skemmtileg verkefni á svæðinu að honum loknum geta skátar haft það náðugt í tjaldbúðinni sinni.

 Laugardagur

Þá verður hátíðarkvöldvaka í varðeldarlautinni þar sem verður sannkallað skátastuð þar sem sungin verða skemmtilegustu skátalögin og frábær skemmtiatriði sýnd og á henni lokinni dansleikur frameftir kvöldinu.