Kvölddagskrá

Á daginn skemmta skátar sér í fjölbreyttri dagskrá og hafa gaman af. En þegar kvöldið skellur á með þægilegum þunga hætta skátar ekki að skemmta sér. Nei, þvert á móti. Kvöldin nota skátarnir til að syngja og skemmta sér við varðeld, þeir stikla jafnvel á steinum í stórleikjum, bjóða nágrönnum sínum í heilmikla heimsókn, þjóta á þemahátíð, feta veginn á félagakvöldi eða dansa á diskóteki. Kvölddagskráin er fjölbreytt og skemmtileg að skátasið.

 Laugardagur

Skátar eru stórkostlegir gestgjafar og frábærir gestir. Það sannast allt á laugardeginum því þá er félags- og þjóðlandakynning. Allir finna til það besta eða áhugaverðasta sem er að finna á sínum heimaslóðum og kynna fyrir gestum og gangandi. Á laugardeginum  fær almenningur tækifæri til að heimsækja landsmótið og fá nasaþef af því hvað skátalífið getur verið magnað. Þannig að leggið nú höfuðið í bleyti og finnið út hvað ykkar félag getur gert til að kynna sig sem allra best fyrir nýjum, gömlum, eldri og ekki síst fyrir verðandi skátum. Hver veit nema skátar taki þennan dag snemma, skelli sér í dansgönguskóna og taki nokkur diskóspor í morgunsárið. Já hver veit? Þetta verður allavega dúndrandi skemmtilegur dagur.

Eðvald Einar Stefánsson
Eðvald Einar Stefánsson