Opin dagskrá

Fyrir hádegi alla daga verður boðið upp á opna dagskrá þar sem þátttakendur geta svolítið stjórnað því hvað þau vilja taka sér fyrir hendur. Eitt markmið mótsins er að reisa glæsilegar tjaldbúðir hjá skátafélögum og hægt er að vinna í tjaldbúðinni í opnu dagskránni. Einnig er hægt að fara í gönguferðir í nágrenni Úlfljótsvatn, bátsferðir, klifur og sig eða annað sem þátttakendum dettur í hug.

Opin dagskrá

  • Klifur og sig
  • Bátar
  • Vatnasafarí
  • Frisbee golf
  • Fótboltagólf
  • Tjaldabúðarvinna
  • Blak
  • Fótbolti
  • Þrautabraut

Ef þú hefur góða hugmynd um dagskrá þá viljum við í mótstjórninni endilega heyra hana. Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstinn ssr@ssr.is