Víkingaveröld

Íslenskir víkingar hafa lengi vel verið þekktir fyrir vandað handverk og grimmilegar orrustur. Í Víkingaveröldinni gefst skátum tækifæri á að skyggnast inn í fortíðina og lokka fram víkingablóðið. Í sér. Ef þú hefur gaman af bardagalist hvort sem það er með boga og örvum eða sverði og skjöld þá færðu þitt tækifæri til þess að láta ljós þitt skína. Fyrir þá sem vita ekkert betra en að skapa framúrskarandi listaverk í tré eða leður verða einnig nægar áskoranir og stór verkefni í boði.

Claus Hermann Magnússon
Claus Hermann Magnússon
Hvern hefur ekki dreymt um að tálga hina ýmsu hluti úr tré? Á þessum pósti fær hugmyndaflug skátans að ráða för en til dæmis verður hægt að tálga út penna, skátahnúta og fleira. Einnig verður brýning hnífa og axa og umgengni tekin fyrir.
Eldsmíði var nær dagleg athöfn hjá víkingunum. Á þessum pósti fá skátar að reyna slíkt en þó í smærri stíl. Hægt verður að smíða víkingaskartgripi, diska og hnífapör úr áli og málmsteypu.
Víkingar unnu mest allan klæðnað úr ull. Á þessum pósti er þó ekki ætlunin að búa til alklæðnað en hér verður þæfð ull og lituð. Afraksturinn gæri orðið símahulstur, veski eða annað sniðugt sem hægt er að nota við nútímaaðstæður.
Leður var eitt vinsæalasta hráefnið á víkingatímanum. Á þessum pósti verður unnið í leður á ýmsan skemmtilegan máta. Þú mátt búast við því að fara heim með a.m.k. eitt hálsmen eða armband.
Allir þurfa að borða og það gerðu víkingarnir líka. Hér verður eldað að víkingasið. Brauð verður bakað í potti, fiskur verður grillaður á teini og fleira girnilegt verður matreitt.