Opin dagskrá

Til að byggja betri heim þarf að glugga í, kanna og upplifa fortíð, nútíð og framtíð. Opna dagskráin mun hafa alla þessa þætti með skemmtilegum uppákomum á hverjum degi og margskonar dagskrá sem hægt er að líta við í og prufa á meðan móti stendur. Svo sem handverk, tækni og vísindi, dansar, alþjóða skátun og margt fleira sem mun henta fyrir alla skáta á öllum aldri. „Svo pússið sólgleraugun, festið á ykkur tevurnar og setjið upp sumarbrosið því það verður enginn tími til að leita að týnda kexpakkanum!“

Það eru þau Erika Eik Bjarkadóttir og Daði Már Gunnarsson sem sjá um að skipuleggja opnu dagskránna.

Erika