Útilíf

Skátalíf er útilíf segir á góðum stað. Á landsmóti skáta 2020 verður fjölbreytileg útilífsdagskrá í stórfenglegu umhverfi mótssvæðisins. Í boði verða gönguferðir sem spanna allt frá rólegum göngum á margslungnu stígakerfi Kjarnaskógs upp í sólahringshæk í fjallasölum Eyjafjarðar.

Það eru þau Finnbogi Jónasson og Silja Þorsteinsdóttir sem sjá um að skipuleggja Útilíf.

Finnbogi og Silja

Í nágrenni Hamra er að finna fjölskrúðugt dýralíf og er sérstaklega mikið um alls kyns fugla. Sé göngustíg frá Hömrum um Naustaborgir fylgt til norðurs má finna lítið fuglaskoðunarhús þaðan sem hægt er að fylgjast með fuglum í sínu náttúrlega umhverfi án þess að raska ró þeirra. Leiðin er auðrötuð og að nánast öllu leiti á göngustíg. 

Þessi gönguleið hentar öllum aldursbilum.

Kjarnaskógur hefur um árabil verið eitt helsta útivistarsvæði Akureyringa og nærsveitamanna. Þar er að finna margar gönguleiðir og stíga en einn stendur hinum framar hinn svokallaði Stóri hringur. Þar hafa ófáir kílómetrar verið skokkaðir og tæpast eru þeir færri kílómetrarnir sem hafa verið skíðaðir á þessum stíg en Kjarnaskógur er sannkölluð gönguskíðaparadís að vetri. Í þessari ferð er genginn Stóri hringurinn í Kjarnaskógi og unnin létt verkefni um skóginn á leiðinni. 

Þessi gönguleið hentar öllum aldursbilum.

Skátaskálinn Fálkafell hefur verið til í einhverri mynd nánast eins lengi og elstu menn muna. Þar hafa skátar á Akureyri um árabil lært allt sem vert er að vita um reykjarlykt, blauta vettlinga, brunnin hafragraut og hrotur skátasystkina. Gönguleiðin frá Hömrum upp í Fálkafell liggur í upphafi eftir göngustíg um Naustaborgir. Þegar norðar dregur má finna slóða sem liggur upp í móti og skilar okkur að lokum inn á grófan akstursslóða sem liggur að Fálkafelli. Þaðan er hægt að fylgja merktri gönguleið yfir í skátaskálann Gamla sem heitir svo eftir Tryggva Þorsteinssyni. Frá Gamla liggur leiðin niður í átt að mótsvæðinu eftir stikaðri gönguleið. 

Gönguleiðin hentar fálkaskátum og eldri.

Í Vaðlaheiði stendur enn einn skátaskáli Skátafélagsins Klakks, Valhöll. Þangað bjóðum við upp á gönguferð og gistingu og síðan aðra gönguferð heim á mótssvæði daginn eftir. Gengið er sem leið liggur frá Hömrum, niður í gegnum Kjarnaskóg og yfir „gömlu brýrnar“ eins og heimamenn kalla aflagðan þjóðveginn sunnan Akureyrarflugvallar. Þaðan er hægt að fylgja akvegum sem oftast er lítil umferð á alla leið að Valhöll. 

Gönguleiðin hentar dróttskátum og rekkaskátum. 

Inni á Glerárdal sendur Lambi, skáli Ferðafélags Akureyrar. Þangað er nokkuð auðratað frá Hömrum, gengið er upp á Súlumýrar og niður í Glerárdal. Þar er að finna stikaða gönguleið sem leiðir okkur inn að Lamba. Gert er ráð fyrir að gista í skálanum eða í nágrenni hans. Daginn eftir er haldið heim á leið en nú með talsverði hækkun og gengið á nokkra fjallstinda í Súlnafjallgarðinum. Frá síðasta tindinum, Ytri-Súlu liggur stikuð gönguleið alla leið niður á Hamra.

Þessi gönguleið hentar einungis Rekkaskátum.

Frá Hömrum liggur stikuð gönguleið að Gamla, einum af skátaskálum Skátafélagsins Klakks. Leiðin liggur upp fyrir hamrabeltin sem gnæfa yfir útilífsmiðstöðinni, en þaðan er gott útsýni yfir mótssvæðið og tilvalið að reyna að finna tjaldið sitt innan um öll hin. Leiðin liggur áfram í gegn um þéttan greniskóginn þar fyrir ofan sem sprottið hefur á miklum hraða undanfarin ár. Þegar komið er í Gamla er hægt að virða fyrir sér stóran hluta Akureyrar og útsýnið út Eyjafjörðinn er stórfenglegt. 

Þessi gönguleið hentar öllum aldursbilum.

Í Kjarnaskógi er að finna mikið magn trjáa eins og oft vill verða í skóglendi. Í Kjarnaskógi er hins vegar líka mikið magn mismunandi trjátegunda. Lögð hefur verið gönguleið um skóginn þar sem hægt er að fræðast um mismunandi tré sem þar má finna, svokallað Trjásafn. Gönguleiðin er að mestu á stígum og hentar öllum aldurshópum.

Súlur gnæfa yfir Akureyri og setja mikinn svip á bæinn. Frá Hömrum liggur stikuð gönguleið yfir Súlumýrar og alla leið upp á topp. Leiðin er talsvert brött á köflum og getur verið krefjandi en útsýnið á toppnum er algjörlega þess virði, Eyjafjörðurinn blasir við og drottning íslenskra fjalla Herðubreið er sjáanleg í fjarska. 

Gönguleiðin hentar dróttskátum og rekkaskátum.

Glerárdalur er uppspretta mikillar orku. Ekki bara þessarar andlegu sem maður fyllist við að anda að sér ómenguðu fjallaloftinu heldur er þar líka að finna heitt vatn, fallorku fá Gleránni og síðast en ekki síst er hægt að dæla metani upp úr gömlu sorphaugum Akureyrar. Hér er boðið upp á áhugaverða gönguleið þar sem kynnum okkur þessa mismunandi orkugjafa. Fyrst liggur leiðin að svokölluðum hitaveituskúrum sem standa neðan Fálkafells, við fylgjum göngustígnum norður úr Naustaborgum og förum lítinn slóða sem leiðir okkur að þessum skúrum. Þaðan liggur leiðin niður að metan eldsneytis stöð en þar geta Akureyringar keypt sér metan á bifreiðar sínar. Ef við fylgjum Gleránni síðan enn lengra komum við að vatnsaflsvirkjun sem stendur nokkurn veginn í miðjum bænum.

Gönguleiðin hentar dróttskátum og rekkaskátum.

Í nágrenni Hamra er að finna fjölskrúðugt dýralíf og er sérstaklega mikið um alls kyns fugla. Sé göngustíg frá Hömrum um Naustaborgir fylgt til norðurs má finna lítið fuglaskoðunarhús þaðan sem hægt er að fylgjast með fuglum í sínu náttúrlega umhverfi án þess að raska ró þeirra. Leiðin er auðrötuð og að nánast öllu leiti á göngustíg. 

Þessi gönguleið hentar öllum aldursbilum.

Frá Hömrum liggur stikuð gönguleið að Gamla, einum af skátaskálum Skátafélagsins Klakks. Leiðin liggur upp fyrir hamrabeltin sem gnæfa yfir útilífsmiðstöðinni, en þaðan er gott útsýni yfir mótssvæðið og tilvalið að reyna að finna tjaldið sitt innan um öll hin. Leiðin liggur áfram í gegn um þéttan greniskóginn þar fyrir ofan sem sprottið hefur á miklum hraða undanfarin ár. Þegar komið er í Gamla er hægt að virða fyrir sér stóran hluta Akureyrar og útsýnið út Eyjafjörðinn er stórfenglegt. 

Þessi gönguleið hentar öllum aldursbilum. 

Kjarnaskógur hefur um árabil verið eitt helsta útivistarsvæði Akureyringa og nærsveitamanna. Þar er að finna margar gönguleiðir og stíga en einn stendur hinum framar hinn svokallaði Stóri hringur. Þar hafa ófáir kílómetrar verið skokkaðir og tæpast eru þeir færri kílómetrarnir sem hafa verið skíðaðir á þessum stíg en Kjarnaskógur er sannkölluð gönguskíðaparadís að vetri. Í þessari ferð er genginn Stóri hringurinn í Kjarnaskógi og unnin létt verkefni um skóginn á leiðinni. 

Þessi gönguleið hentar öllum aldursbilum.

Í Kjarnaskógi er að finna mikið magn trjáa eins og oft vill verða í skóglendi. Í Kjarnaskógi er hins vegar líka mikið magn mismunandi trjátegunda. Lögð hefur verið gönguleið um skóginn þar sem hægt er að fræðast um mismunandi tré sem þar má finna, svokallað Trjásafn. 

Gönguleiðin er að mestu á stígum og hentar öllum aldurshópum.

Skátaskálinn Fálkafell hefur verið til í einhverri mynd nánast eins lengi og elstu menn muna. Þar hafa skátar á Akureyri um árabil lært allt sem vert er að vita um reykjarlykt, blauta vettlinga, brunnin hafragraut og hrotur skátasystkina. Gönguleiðin frá Hömrum upp í Fálkafell liggur í upphafi eftir göngustíg um Naustaborgir. Þegar norðar dregur má finna slóða sem liggur upp í móti og skilar okkur að lokum inn á grófan akstursslóða sem liggur að Fálkafelli. Þaðan er hægt að fylgja merktri gönguleið yfir í skátaskálann Gamla sem heitir svo eftir Tryggva Þorsteinssyni. Frá Gamla liggur leiðin niður í átt að mótsvæðinu eftir stikaðri gönguleið. 

Gönguleiðin hentar fálkaskátum og eldri.

Súlur gnæfa yfir Akureyri og setja mikinn svip á bæinn. Frá Hömrum liggur stikuð gönguleið yfir Súlumýrar og alla leið upp á topp. Leiðin er talsvert brött á köflum og getur verið krefjandi en útsýnið á toppnum er algjörlega þess virði, Eyjafjörðurinn blasir við og drottning íslenskra fjalla Herðubreið er sjáanleg í fjarska. 

Gönguleiðin hentar dróttskátum og rekkaskátum.

Í Vaðlaheiði stendur enn einn skátaskáli Skátafélagsins Klakks, Valhöll. Þangað bjóðum við upp á gönguferð og gistingu og síðan aðra gönguferð heim á mótssvæði daginn eftir. Gengið er sem leið liggur frá Hömrum, niður í gegnum Kjarnaskóg og yfir „gömlu brýrnar“ eins og heimamenn kalla aflagðan þjóðveginn sunnan Akureyrarflugvallar. Þaðan er hægt að fylgja akvegum sem oftast er lítil umferð á alla leið að Valhöll. 

Gönguleiðin hentar dróttskátum og rekkaskátum. 

Glerárdalur er uppspretta mikillar orku. Ekki bara þessarar andlegu sem maður fyllist við að anda að sér ómenguðu fjallaloftinu heldur er þar líka að finna heitt vatn, fallorku fá Gleránni og síðast en ekki síst er hægt að dæla metani upp úr gömlu sorphaugum Akureyrar. Hér er boðið upp á áhugaverða gönguleið þar sem kynnum okkur þessa mismunandi orkugjafa. Fyrst liggur leiðin að svokölluðum hitaveituskúrum sem standa neðan Fálkafells, við fylgjum göngustígnum norður úr Naustaborgum og förum lítinn slóða sem leiðir okkur að þessum skúrum. Þaðan liggur leiðin niður að metan eldsneytis stöð en þar geta Akureyringar keypt sér metan á bifreiðar sínar. Ef við fylgjum Gleránni síðan enn lengra komum við að vatnsaflsvirkjun sem stendur nokkurn veginn í miðjum bænum.

Gönguleiðin hentar dróttskátum og rekkaskátum. 

Inni á Glerárdal sendur Lambi, skáli Ferðafélags Akureyrar. Þangað er nokkuð auðratað frá Hömrum, gengið er upp á Súlumýrar og niður í Glerárdal. Þar er að finna stikaða gönguleið sem leiðir okkur inn að Lamba. Gert er ráð fyrir að gista í skálanum eða í nágrenni hans. Daginn eftir er haldið heim á leið en nú með talsverði hækkun og gengið á nokkra fjallstinda í Súlnafjallgarðinum. Frá síðasta tindinum, Ytri-Súlu liggur stikuð gönguleið alla leið niður á Hamra.

Þessi gönguleið hentar einungis Rekkaskátum.