Fjölskyldubúðir

Ekki nóg með það að skátar á aldrinum 7 – 18 ára geta komið og tekið þátt í Landsmótinu, þá getur öll fjölskyldan komið með!

Fjölskyldubúðirnar eru opnar öllum sem vilja koma og njóta samverunnar á Landsmóti skáta. Þangað mæta fjölskyldur skáta og gamlir skátar sem vilja ekki missa af fjörinu. Í fjölskyldubúðunum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og einnig býðst gestum að taka þátt í skemmtilegri dagskrá á heimsóknardegi Landsmóts laugardaginn 17. júlí og þurfa ekki að greiða neinn aukinn kostnað fyrir það.

Þátttökugjald í fjölskyldubúðir er 3.500,- en það er stofngjald fyrir hvern einstakling óháð því hversu lengi dvalið er.
Innifalið í stofngjaldinu er: Einkenni mótsins: Klútur, merki, mótsbók og dagskrá í fjölskyldubúðum.
Ofaná stofngjaldið bætist við gistináttgjald sem er 1600,- pr. mann pr. nótt
Frítt er fyrir börn 0-7 ára í fjölskyldubúðir.

Fjölskyldubúðir á Landsmóti skáta er frábært og skemmtilegt frí fyrir fjölskylduna og það er gaman að kíkja í heimsókn á landsmót og sjá ævintýrin sem fara þar fram.