Fjölskyldubúðir

Eins og stendur eru fjölskyldubúðir ekki partur af plani Skátasumarsins sökum samkomutakmarkana. Til að geta boðið upp á fjölskyldubúðir þurfa samkomutakmarkanir að minnsta kosti að vera rýmri en 200 manns til að hægt sé að bjóða upp á þær. Fjöldatakmarkanir í fjölskyldubúðum munu miðast við fjölda skráðra á hvert mót ef hægt verður að halda þær.

 

Fjölskyldubúðir Skátasumarsins verða frábrugðnar fjölskyldubúðum á Landsmóti. Engin sér dagskrá verður í boði fyrir fjölskyldubúðir en möguleiki er á að hægt verði að taka þátt í ákveðnum dagskrárliðum mótsins gegn vægu gjaldi ef þær verða haldnar. Ef hægt verður að halda fjölskyldubúðir verður auglýst frekar hvernig framkvæmd þeirra verður.