Fjölskyldubúðir

Fjölskyldubúðir er rótgróinn þáttur á landsmóti, að venju eru starfræktar sérstakar tjaldbúðir þar sem fjölskyldur skátanna, vandamenn og aðrir gestir mótsins geta sett niður tjaldið sitt, tjaldvagn eða fellihýsi og tekið þátt í landsmótsævintýrinu. Ekki þarf að tilkynna þátttöku í fjölskyldubúðum. Hægt er að dvelja í fjölskyldubúðum eins lengi og gestir óska þess.

Þátttökugjald í fjölskyldubúðum.

Mótsgjald í fjölskyldubúðum er kr. 3.200,- en það er stofngjald fyrir hvern einstakling óháð því hversu lengi dvalið er, innifalið í stofngjaldinu er: einkenni mótsins, mótsbók og dagskrá í fjölskyldubúðum. En ofan á bætist gistináttagjald sem er kr. 1.400 pr. mann á nótt, börn 10-17 ára kr. 700,- en frítt fyrir börn 0-9 ára. Úlfljótsvatn bíður upp á rafmagn og er verðið skv. verðskrá Úlfljótsvatns kr.1.000,-

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna!

Hluti af almennri dagskrá mótsins verður opin gestum fjölskyldubúða, má þar nefna opna valdagskrá, dansleiki og kvöldvökur. En ekki nóg með það, það verður einnig í boði sérstök dagskrá fyrir fjölskyldubúðagesti! Þar má nefna skipulagðar gönguferðir, kaffihús, eldun á hlóðum og margt fleira.

Sérstök athygli skal vakin á því að ungmenni, skátar sem aðrir yngri en 18 ára fá ekki að dvelja í fjölskyldubúðum nema í fylgd foreldra eða forráðamanna og þarf fjölskyldan að koma saman á mótsstað.-

Þátttakendur í fjölskyldubúðum annast sjálfir um matinn fyrir sig en mögulegt verður að kaupa hráefni í verslun mótsins s.s. brauð, álegg, mjólk, gos, morgunmat, pylsur, samlokur og fleira og síðan er stutt að fara á Minni Borgir og Selfoss í kjörbúðir.