Landsmót skáta 2021

Tilkynning

Landsmót skáta með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi átti upphaflega að vera sumarið 2020, að Hömrum, Akureyri.

Vegna Covid-19 heimsfaraldursins var ákveðið að fresta mótinu um eitt ár og flytja það á Úlfljótsvatn. 

Þeir skátar sem skráðir voru á mótið 2020 voru sjálfkrafa færðir í nýju skráningu fyrir mótið 2021. Þeir sem óska eftir afskráningu og endurgreiðslu þurfa að hafa samband við skrifstofuna skatar@skatar.is.

Byggjum betri heim

Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 14.- 20. júlí 2021.

Fálkaskátar og eldri koma saman og byggja betri heim með heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna að leiðarljósi.

Á landsmóti fáum við tækifæri til að prófa nýja hluti, finna leiðir til að gera heiminn að betri stað, skemmta okkur konunglega og kynnast fólki frá öðrum stöðum á landinu og jafnvel frá öðrum löndum líka.

Komdu og vertu með í þessari ógleymanlegu og æsispennandi dagskrá á Úlfljótsvatni!

Mótssvæðið

Mótið fer fram á Úlfljótsvatni en þar er gríðarstórt tjaldsvæði sem mun taka vel á móti öllum þátttakendum og sjálfboðaliðum mótsins, ásamt fjölskyldum þeirra. 

Skátar hafa byggt útilífsmiðstöðina upp með það í huga að unnt sé að halda þar fjölmenn skátamót fyrir þúsundir þátttakenda með nauðsynlegum tjaldflötum, hreinlætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu.

Staðsetning