Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 14.- 20. júlí 2021.
Fálkaskátar og eldri koma saman og byggja betri heim með heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna að leiðarljósi.
Á landsmóti fáum við tækifæri til að prófa nýja hluti, finna leiðir til að gera heiminn að betri stað, skemmta okkur konunglega og kynnast fólki frá öðrum stöðum á landinu og jafnvel frá öðrum löndum líka.
Komdu og vertu með í þessari ógleymanlegu og æsispennandi dagskrá á Úlfljótsvatni!