Til hamingju með afmælið!

Afmælismót SSR verður haldið á Úlfljótsvatni 5.-7. júlí í tilefni að 50 ára samruna kven- og drengjaskáta í Reykjavík. Mótið er fyrir skáta á aldrinum 10-18 ára. Boðið verður upp á fjölskyldubúðir fyrir eldri skáta og foreldra.

Tilefnið er ærið!

Mótið er haldið í tilefni að 50 ár eru síðan Kvenskátafélag Reykjavíkur og Skátafélag Reykjavíkur voru lögð niður og stofnuð fimm skátafélög í Reykjavík. Skátafélögin Garðbúar, Dalbúar Hamrabúar, Landnemar og Ægisbúar þann 29. mars 1969 og skátafélagið Skjöldungar svo í kjölfarið þann 5. október 1969.

Framleiðum minningar!

Það er staðreynd að sterkustu minningar skáta eru tengdar stórum skátamótum á sumrin. Við ætlum svo sannarlega að skapa skemmtilegar minningar til að taka með heim í bakpokanum sínum.

Mótsgjald er kr. 25.000,- og skal greitt að fullu fyrir 23. júní 2019.
Innifalið er matur, rútur, gisting og dagskrá.

Lokafrestur skráningar er 16. júní 2019.

Skráning
​​Hefur þú áhuga á að koma að undirbúningi og framkvæmd afmælismótsins? Við erum alltaf að leita að fólki í stór og smá verkefni. Skráðu þig á lista sem sjálfboðaliði og gerðu sumarið ógleymanlegt!Nánar
Nú er um að gera að fjölskyldan sameinist við Úlfljótsvatn og fagni saman í anda skátahreyfingarinnar! Nánar