LM2016logo-300pix(Inngangstexti á ensku) Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing barna og unglinga.  Alþjóðastarf er því eðlilega mjög mikilvægt í allri okkar starfssemi.  Eitt af meginmarkmiðum BÍS er að gefa skátum kost á þátttöku í alþjóðlegu skátastarfi.  Landfræðilegar aðstæður hefta augljóslega möguleika allt of margra íslenskra skáta til heimsókna og persónulegra kynna skátasystkina sinna erlendis og því er alþjóðlegt landsmót kærkomið tækifæri fyrir okkur.

Tækifæri til að bjóða til okkar skátum hvaðanæva að úr heiminum, skapa aðstæður fyrir gagnvirk kynni af menningu og viðhorfum hvors annars, læra hvert af öðru, efla bræðralag og skilning okkar á milli, án þess að þurfa að yfirgefa heimalandið.

Það er alla vega staðreynd að eitt það eftirminnilegasta sem íslenskir skátar hafa frá landsmótum okkar eru kynni við erlend skátasystkini á mótinu að þeirra eigin sögn.​

  • LM2016logo-400pix

Fyrsta kynningarmyndbandið

Fyrsta kynningarmyndbandið af mörgum var frumsýnt á Skátaþingi síðastliðna helgi, við góðar undirtektir þingfulltrúa. Nú er myndbandið loksins aðgengilegt þeim sem ekki komust á þingið. Góða skemmtun :)

  • frettamynd2

Sjálfboðaliðar

Gríðarlega mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á jafnstórum og viðamiklum viðburði og landsmót skáta er.
Því er mikilvægt að allir sem vettlingi geti valdið hjálpist að og aðstoði við undirbúning og framkvæmd […]