Um mótsmerkið og tilefnið:

Afmælismót SSR 2019 er haldið í tilefni 50 ára afmælis formlegs samstarfs skátafélaganna í Reykjavík. 23. mars 1969 var gerð skipulagsbreyting á skátastarfi í Reykjavík, en þá voru lögði niður hin eldri og kyngreindu skátafélög, Skátafélag Reykjavíkur (stofnað 1912) og Kvenskátafélag Reykjavíkur (stofnað 1922). Voru í þeirra stað stofnuð fimm ný skátafélög í hverfum borgarinnar og byggðu þau að öllu leyti á starfi fyrri félaga. Frá þessum degi störfuðu því strákar og stelpur í sama skátafélagi og hófu hin nýju skátafélög þá líka formlegt samstarf í Skátasambandi Reykjavíkur. Í dag eru skátafélögin átta innan SSR.

Mótsmerki Afmælismótsins táknar samstarf skátafélaganna í Reykjavík. Myndræn útfærsla skátasmárans og skátaliljunnar, hinna merku formgilda skátahreyfingarinnar er að hluta sótt til hátíðarmerkis 50 ára skátastarfs á Íslandi frá 1962, en hér eru formin útfærð á annan hátt og tengd saman.