Í dag er opinn dagur hjá okkur og bjóðum við gestum og gangadi að kíkja við hjá okkur og mæta í opna dagskrá, opin dagskrá þýðir að þið getið komið og prófað brot af því besta í dagskránni sem að skátarnir tókust á í liðinni viku til dæmis klifra í klifurturninum, elda brauð við opinn eld, sigla bátum og margt fleira. Dagskráin fer fram á svæði sem heitir í daglegu máli Hvítasunnuflötin en núna meðan mótið stendur heitir svæðið Evrópa (sjá kort merkt B). Opna dagskráin er í boði frá kl. 14-18 í dag.

Vegna slæms ástands á veginum á Nesjavallarleiðinni, mælum við með að fólk keyri Hellisheiðina frekar til að koma til okkar á Úlfljótsvatn. Bílastæðin eru einnig merkt á kortinu og biðjum við fólk að leggja bílum þar en ekki upp á vegi þar það getur skapað hættu og minnum við á að keyra varlega á svæðinu þar sem börn geta verið á ferð. Þar sem var sem veðráttan á Íslandi er breytileg mælum við með að fólk klæði sig eftir veðri.