LEGGÐU OKKUR LIÐ!

Við leitum að sjálfboðaliðum

Til að Landsmót skáta 2024 geti gengið smurt fyrir sig þá þurfum við sjálfboðaliða (IST) til að aðstoða okkur við hin ýmsu verk á meðan á mótinu stendur. 

Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þau hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að gera til að skapa ógleymanlegt skátamót fyrir öll, auk þess sem þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast fleiri skátum og njóta sumarsins á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg en það þarf til dæmis aðstoð við dagskrá, uppsetningu, kynningarmál og fleira! Allir 18 ára og eldri geta skráð sig sem sjálfboðaliðar.


Sjálfboðaliðarnir mæta á mótið 10. júlí og verða til 21. júlí. Dagana fyrir mótið færðu viðeigandi þjálfun fyrir þitt hlutverk auk þess sem við verðum að setja upp það sem þarf fyrir mótið. Eftir mótið hjálpumst við svo að við að ganga frá og endum svo á uppskeruhátíð þar sem við munum fagna saman góðu skátamóti!

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með einhverjar spurningar! 

 

 

Hvað færð þú í staðinn?