Mótið fer fram á Úlfljótsvatni en þar er gríðarstórt tjaldsvæði sem mun taka vel á móti öllum þátttakendum og sjálfboðaliðum mótsins.

Skátar hafa byggt útilífsmiðstöðina upp með það í huga að unnt sé að halda þar fjölmenn skátamót fyrir þúsundir þátttakenda með nauðsynlegum tjaldflötum, hreinlætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu.

Tjaldsvæði fyrir almenning verður lokað á þessum tíma.