Já elsku skátar það er komin Júni! Eruð þið að trúa að Landsmót skáta er í næsta mánuði?
Mótsstjórn og vinnu teymin mættu galvösk á Úlfljótsvatn á vinnudag á sunnudaginn var og svæðið tekið út.

Vetrarverkefnið kláraðist 30. Maí og voru 33 skáta flokkar sem tóku þátt og skiluðu inn verkefnum. Verkefnunum var skipt niður eftir þemum dagskrárveralda og gátu flokkarnir valið milli þriggja verkefna fyrir hverja veröld og leyst í sameiningu. Eftir að verkefnin voru leyst sendu flokkar inn myndir af sér til okkar. Gaman var að sjá hvernig verkefnin voru leyst á ólíkan og skemmtilegan máta. Skátar eru sannarlega úrræða góðir þegar kemur að því að leysa verkefni.