Þátttakandi

Þátttakendur geta verið dreka*-, fálka-, drótt- og rekkaskátar fæddir á bilinu 2001 – 2012. Þátttakendur munu upplifa öll þau spennandi og krefjandi ævintýri sem landsmót skáta hefur uppá að bjóða. Skátum frá öllum heimshornum er boðið að koma og taka þátt. Landsmót skáta er almennt haldið á þriggja til fjögurra ára fresti svo þið viljið ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

Verð fyrir þátttakendur eru 55.000,- kr.**
Systkinaafsláttur er veittur þeim sem skrá fleiri en eitt barn á mótið.
1. barn: 100% gjald
2. barn: 15% afsláttur
3. barn: 20% afsláttur

Skrifstofa BÍS þarf að forskrá þátttakendur sem sækja um systkinaafslátt. Því þurfa foreldrar/forsjáraðilar að fylla út þetta skjal og senda á skrifstofuna á skatar@skatar.is

Skráning er hafin á skatar.felog.is og henni lýkur 1. mars 2020. Athugið að þátttakendagjöld þurfa að vera greidd að fullu 1. júní 2020.

Ef þú ert róverskáti eða eldri, ekki örvænta! Komdu og vertu með í starfsmannaliðinu okkar.

*Drekaskátar geta verið þátttakendur ef þeirra skátafélag velur að bjóða upp á það. Ferð með drekaskáta á svona stór mót getur krafist aukinna krafta á vegum félagsins og þessvegna er það undir félögunum komið hvort þeirra drekaskátum sé boðið með sem almennum þátttakendum. Hinsvegar geta allir drekaskátar komið með fjölskyldum sínum í fjölskyldubúðum, tekið þátt í þeirri dagskrá sem fer þar fram og komið í heimsókn á heimsóknardag mótsins.

**Staðfestingargjald á mótið er 11.000 kr og er óafturkræft.

Einnig má athuga þessar upplýsingar varðandi endurgreiðslur: Ef hætt er við þátttöku 3 mánuðum fyrir mót er endurgreitt allt nema staðfestingargjaldið. Ef hætt er við þátttöku 2 mánuðum fyrir mót er endurgreitt 50% af þátttökugjaldi. Ef hætt er við 30 dögum fyrir mót er endurgreitt 25% af þátttökugjaldi. Ef hætt er við skemur en 30 dögum fyrir mót er engin endurgreiðsla.