Leiðangurinn mikli er hafinn! Nú fer af stað vetrarverkefni fyrir þá sem, eins og við, einfaldlega geta ekki beðið eftir Landsmóti skáta. Verkefnunum er skipt niður eftir þemum dagskrárveralda og geta flokkarnir valið milli þriggja verkefna fyrir hverja veröld og leyst í sameiningu. Myndir eru svo teknar og sendar til okkar ásamt nöfnum flokksmeðlima og fá þeir flokkar sem skila inn öllum verkefnum ofið merki í viðurkenningu. Nánari upplýsingar um vetrarverkefnið er að finna undir flipanum “Dagskrá” en hægra megin á þeirri síðu má sjá “vetrarverkefni”.