Björgunarleikar

Hvaða flokkur mun sigra?

Hvaða flokkur er bestur í að bjarga sér og öðrum?

Allir skátar verða að geta bjargað sjálfum sér og hugsanlega öðrum í sínum flokk ef að eitthvað kemur uppá í útilegunni, göngunni eða í öðru sem flottir skátaflokkar taka sér fyrir hendur.

Björgunarleikarnir er keppni á milli flokka í hinum ýmsu atriðum sem snýr að því að bjarga sjálfum sér og öðrum. Flokkarnir keppa í þrautum eins og til dæmis að rata, flytja sjúkling, fyrstu hjálp og já, við segjum sko ekki frá öllum þrautunum því þetta verður að koma ykkur öllum á óvart. Við lofum aftur á móti skemmtilegri keppni. Keppt verður um sæti á milli flokka ásamt því að keppt verður um skemmtilegasta klappliðið.

Flokkar geta verið blandaðir stelpur og strákar. Björgunarleikarnir eru ætlaðir krökkum sem eru 12 – 16 ára. Það þurfa að vera að lágmarki 6 en hámarki 8 einstaklingar sem keppa fyrir hvern flokk.

Hvaða flokkur mun skara framúr öllum hinum?

.

Dagbjartur Kr. Brynjarsson
Dagbjartur Kr. Brynjarsson