Ferðaveröld

Úlfljótsvatn býður upp á fjölmarga möguleika í útivist og gefur frábær tækifæri til að njóta náttúrunnar. Enginn má yfirgefa Úlfljótsvatn án þess að fara í eina góða hikeferð með kort, gps-tæki og áttavita. Á Landsmóti skáta munu allir geta valið eitthvað við sitt hæfi. Það verða stuttar ferðir í boði, hæfilega langar ferðir fyrir meðal-Jón og enn lengri og meira krefjandi ferðir fyrir hina kappsömu og ævintýragjörnu. Njóttu frábærs umhverfis Úlfljótsvatns, upplifðu skemmtilegar ferðir og skapaðu minningar sem þú munt njóta út ævina.

Hulda Rós Helgadóttir
Hulda Rós Helgadóttir
Gangan að Ljósafossstöð er létt, skemmtileg og við allra hæfi. Í stöðinni er skemmtileg sýning sem vert er að skoða.
Úlfljótsvatnsfell stendur ofan við Úlfljótsvatn og það má varla yfirgefa svæðið nema hafa rölt þangað upp og notið útsýnisins.
Gangan upp á Búrfell er fjölbreytt og skemmtileg. Þú getur farið þína ævitýraleið eða fylgt gönguleiðinni. Á toppi fjallsins er vatn í fallegu umhverfi og auðvitað virkilega fallegt útsýni.
Gönguleiðin í kringum Úlfljótsvatnsfell er klassík. Um er að ræða skemmtilega gönguleið sem er við allra hæfi. Gengið er um marga merka staði sem tengjast skátabúðunum órjúfanlegum böndum.
Gengið er hringinn í kringum Úlfljótsvatn og gist við norðurenda vatnsins. Ferð sem skilur eftir sig góðar minningar.