Opin dagskrá

Í opnu dagskránni munu skátar og aðrir gestir fá tækifæri til að kynna sér umhverfið og fólkið í umhverfinu. Ætlum við að virkja sem flest skynfæri og fá allir að spreyta sig á nýjum og skemmtilegum verkefnum. Margt verður í boði, en vissara verður að líta við sem flesta daga því það verður ekki alltaf sama í boði. Tækifæri verður til að nota skátahnífinn góða, búa til skrauthnúta, vinabönd og gera verðlausa hluti nýtilega svo eitthvað sé nefnt. Úrræðagóður skáti kemur til með að leysa fjölbreytt verkefni og mun koma víða við í leit sinni að skemmtilegri og lærdómsríkri upplifun.

Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir
Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir