Rekka og Róver dagskrá

Rekka og Róver dagskrá fer fram eftir almenna dagskrá á daginn. Rekka- og róverskátar koma saman í tjaldi úti í rjóðri og njóta samveru hvors annars. Á kvöldin verður dagskrá, spil og opið DJ borð. Föstudagskvöldið ætla Rekka- og Róverskátar að borða kvöldmat saman og skemmta sér í spennandi dagskrá. Tjaldið verður alltaf opið og geta skátarnir notið sín þar.

Það eru þær Ásdís Erla Pétursdóttir og Gréta Björg Unnarsdóttir sem sjá um að skipuleggja rekka- og róver dagskránna.

Gréta Björg og Ásdís Erla