Skátaveröld

Það má segja að Skátaveröld sé nokkurn veginn „back to basics“. Þar mun gömlu gildunum verða gert hátt undir höfði, en þessi verkefni hafa að miklu leyti mótað og fylgt skátahreyfingunni frá upphafi. Verkefni í anda Baden Powell munu njóta sín og því er nauðsynlegt að vera ráðagóður og klókur þegar komið er í Skátaveröld.

Hver veit nema þið takist á við að reisa brú yfir á, hnýta alla þá hnúta sem þið kunnið og fleiri til eða kveikja bál og elda dýrindis bollasúpu með ristuðu brauði?

Guðrún Stefánsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
Flokkurinn ræðst í brúargerð sem gerir flokknum kleift að komast á þurrum fótum yfir fljótið. Frábær póstur fyrir þá sem vilja komast hjá því að þurfa vaða yfir straumvötn.
Í póstinum útbýr flokkurinn “karlsvagn” sem er dreginn áfram af mannafli og með örlitlum breytingum má gera vagninn að sjúkravagni. Súrringar og spýrur leika stórt hlutverk í þessum pósti – ef það er ekki skátalegt, hvað þá?
Hefur þig ekki alltaf langað til að útbúa flotta tjaldbúð líkt og sjá má á myndum í Skátahandbókinni? Hér er tækifærið komið. Flokkurinn æfir sig í að gera áhald / húsgagn sem má nýta í tjaldbúðarlífinu.
Enginn er eldri en hann vill verða og allir hafa gaman að því að leika sér. Flokkurinn æfir sig í 4-6 leikjum sem henta þátttakendum á öllum aldri. Bros mun pottþétt koma fram á varir ykkar og hláturinn mun óma um svæðið.
Treystir þú flokksfélögum þínum? Eruð þið sterk liðsheild? Nú reynir verulega á flokkinn að vinna sem sterk heild þar sem allir í flokknum þurfa að leggja sitt af mörkum til að sigrast á þeim ævintýrum sem bíða ykkar.
Rafmagn var ekki algengt í skátaskálum fyrir nokkrum árum en samt lifðu skátar ekki bara á núðlusúpum. Hér munu prímusarnir vera teknir fram og eitthvað girnilegt verur mallað í pottunum og bragðlaukarnir fá að njóta sín.