Undraveröld

Í Undraveröld verður að finna stórfurðulegar stöðvar sem bjóða upp á fjölbreytt verkefni, þrautir og leiki sem eru öll sem ævintýri líkust. Óhætt er að segja að stöðvarnar verða spennandi og skemmtilegar í senn, algjörlega þess virði að heimsækja. Hver veit nema það verði hægt að prufa risa tvister, súper billjard eða búbblu bolta?

Við leggjum af stað í leiðangur….

Hrafnhildur Sigurðardóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Hvern hefur ekki dreymt um að vera fótboltahetja? Nú fær flokkurinn tækifæri til að stilla upp liðinu sínu í mennskum foosball. Þetta verður klárlega leikur ársins..
Fótbolti er skemmtileg íþrótt en verður ennþá skemmtilegri þegar leikmenn eru klæddir í uppblásnar plastkúlur. Ólíkt öðrum íþróttum þá er hvatt til þess að þátttakendur lendi í samstuði og séu með hamagang. Frekar heitt og sveitt en skemmtileg upplifun. Vertu með!
Fannst ykkur gaman í kassabílarallý þegar þið voruð yngri? Ef svo er þá er þetta póstur fyrir ykkur því hér ætlum að vera með kassabílarallý í alvöru bílum. Flokkarnir leysa þrautir í bílum og þreyta ákveðna braut og reyna að ná settum tíma.
Hafið þið spilað tvister? En risa tvister? Nú reynir á liðleika, lipurð og þrautsegju flokksfélaganna. Gulur, rauður, grænn….
Ævintýrakallinn Hrói höttur var rosalegur í bogfimi. Langar ykkur að feta í hans fótspor? Þið þurfið ekki að eiga nælonsokkabuxur, bara að vera hittin.
Hafið þið gaman af því að spila? Hérna verður í boði að spila spil í ofurstærð. Ræður þinn flokkur við að kasta risa tengingum í yatzy? Getið þið leikið leikmennina sjálf í fræga borðspilinu Lúdó?
Hefðbundna kúluspilið og billjard taka undraverðum breytingum. Komdu og prufaðu að spila kúluspilið í ofurstærð og billjard með ofurkúlum. Þetta verður undursamlegt!