Vatnaveröld

Hvað er það sem að þér dettur fyrst í hug þegar þú hugsar um Úlfljótsvatn? Vatnið? Vinirnir? Vatnasafaríið? Bátar? Þetta og meira til verður í Vatnaveröldinni. Hvað er betra enn að búa til minningar með góðum vinum á kanó, kajak, seglbát eða jafnvel seglbretti? Í Vatnaveröldinni verðum við með vatnadagskrá í öllum útgáfum. Hvað er betra en að bleyta sig í vatnsbyssustríði, vatnsrennibraut og mögulega bæta tímann þinn í vatnasafaríinu aftur og aftur? Þegar kemur að vatni hefur Úlfljótsvatn fjölmarga möguleika og við ætlum að nýta okkur þá til hins ýtrasta. Fjörið verður hjá okkur og við hlökkum til að fá ÞIG með!

Jakob Guðnason og Guðný Helgadóttir
Jakob Guðnason og Guðný Helgadóttir
Hvað er betra í dagsins amstri en að taka upp vatnsbyssuna og kæla félagana niður með lituðu vatni?
Vatnsbyssustríðið hefur verið einn vinsælasti pósturinn á síðustu landsmótum og verður engin breyting þar á.
Langar þig að prufa hina ýmsu gerðir af bátum? Hér gefst færi á því að fara í kappróður, burtreiðar á bát, læra á seglbát eða bara einfaldega að líða um Úlfljótsvatnið blátt á árabát. Taktu með þér sólarvörnina.
Hver verður „Vatnasafarísmeistarinn“ á Landsmóti skáta 2016? Kepptu í tímatöku í brautinni eða farðu í gegnum brautina með frjálsri aðferð.
Fyrir suma er ekki nóg að sigla í hringi við árbakkann og því verður í boði að fara í kanóferð út í eyju (og líklega til baka aftur) með frábæru fólki. Hefur þú þolið til að komast alla leið? Vertu tilbúinn með auka föt við bakkann.
Langur dúkur, brekka, sápa og vatn. Þarf ég að segja meira? Frábært kombó sem getur ekki klikkað!
Hversu vel vinnur þinn hópur saman? Hversu vel gengur ykkur að brjóta ísinn? Og hversu fljót eruð þið að því? Í þessum pósti ætlum við að frysta föt í ísklumpum og sjá hvort liðið er á undan að ná fötunum út og ná að klæða sig í þau.