Fjölskyldubúðir

Fjölskyldubúðir er rótgróinn þáttur á stórum skátamótum, að venju eru starfræktar sérstakar tjaldbúðir þar sem fjölskyldur skátanna, vandamenn og aðrir gestir mótsins geta sett niður tjaldið sitt, tjaldvagn eða fellihýsi og tekið þátt í Afmælismótinu. Ekki þarf að tilkynna þátttöku í fjölskyldubúðum. Hægt er að dvelja í fjölskyldubúðum eins lengi og gestir óska þess.

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna!

Hluti af almennri dagskrá mótsins verður opin gestum fjölskyldubúða, má þar nefna opin dagskrá og kvöldvökur. En ekki nóg með það, það verður einnig í boði sérstök dagskrá fyrir fjölskyldubúðagesti! Þar má nefna skipulagðar gönguferðir, leiki og fleira.

Þátttakendur í fjölskyldubúðum annast sjálfir um matinn fyrir sig en mögulegt verður að kaupa aðgang að mötuneyti mótsins. Verðskrá fyrir það verður kynnt þegar nær dregur móti.

Sérstök athygli skal vakin á því að ungmenni, skátar sem og aðrir yngri en 18 ára fá ekki að dvelja í fjölskyldubúðum nema í fylgd foreldra eða forráðamanna og þarf fjölskyldan að koma saman á mótsstað.

Gjaldskrá

Gjaldskrá fjölskyldubúða verður kynnt þegar nær dregur.