Fjölskyldutjaldsvæði

Hluti tjaldsvæðisins á Úlfljótsvatni verður opinn fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur sem vilja upplifa skátaandann sem fylgir skátamótum sem þessu.

Þeir sem hafa áhuga á að vera á svæðinu er velkomið að njóta tjaldsvæðisins. Vinsamlegast talið við tjaldverði í þjónustumiðstöð þegar mætt er á svæðið til að fá upplýsingar um hvaða flötum megi tjalda á. Við biðjum ykkur vinsamlegast að fara ekki óboðin inn á tjaldsvæði skátanna eða dagskrársvæðin til að draga ekki úr upplifun skátanna.

 

Verð fyrir 16 ára og eldri: 1.500 kr. á nótt (öryrkjar og aldraðir 1.300 kr. á nótt)
Rafmagn: 1000kr á nótt
Frítt fyrir börn undir 15 ára í fylgd með fjölskyldu.

 

Innifalið í gjaldi er aðgangur að heitum sturtum, útigrillum, þjónustuhúsi og veiði í vatninu á ákveðnu svæði. Einnig er hægt að taka þátt í setningarathöfn, hátíðarkvöldvöku og slitum mótsins. Síðan er ýmislegt annað hægt að bralla fyrir fjölskyldur á Úlfljótsvatni gönguferðir um svæðið, leiktæki og vatnasafarí svo eitthvað sé nefnt.

 

Athugið, engin sér dagskrá verður í boði fyrir fjölskyldubúðir.

 

Engin búð er á Úlfljótsvatni á meðan á viðburðinum stendur. Skátaland verður með söluvagn á svæðinu þar sem hægt verður að kaupa popp og candy floss.

 

Skátaland verður með hoppukastalasvæði sem hægt er að borga sig inn á ákveðnum tímum