FRÉTTIR

11. maí

Búið er að úthluta skátafélögunum hvaða kynjaverur þau eru. Nú geta því skátafélögin sko aldeilis farið að undirbúa búninga fyrir Skátasumarið.
Kíkið á myndina hér að neðan til að finna hvaða þema passar við ykkar skátafélag! Nú er um að gera að fara að kíkja í fataskápinn!

4. maí

13. apríl

6. apríl

Þema mótsins að þessu sinni verður galdrar! Við hvetjum ykkur til að hafa þemað í huga við undirbúning mótsins. Hvaða galdraverur verðið þið? Verðið þið álfar, dvergar, menn, galdrafólk, huldufólk, tröll eða drekar? Þið getið prófað að búa til galdraseiði, lært galdraþulur og búið ykkur til galdraskykkjur.

23. mars

Hugmynd að matseðli fyrir Skátasumarið. Hugsunin á bakvið matseðilinn er að hafa alltaf í boði bæði grænmetis og kjötútfærslu á réttinum. Frekari útfærsla á matarúthlutun og eldamennsku er í vinnslu.

30. mars

Dagskrárramminn er tilbúinn og er dagskrárteymið á fullu að vinna að frekari útfærslu á dagskránni. Ert þú búin/n að kynna þér heimsmarkmiðin? Þau verða mikilvægur hluti af dagskránni á Skátasumarinu. Einnig er ýmsilegt spennandi í boði eins og kennsla frá Jarðgerðarfélaginu og dagskrá í kringum Free being me. 

16. mars

Mótstjórnin er á fullu að vinna að hinum ýmsu verkefnum fyrir sumarið. Það getur verið krefjandi að skipuleggja 3 mót þegar erfitt er að hittast – en þar kemur tæknin sterk inn! Það er ekki vandamál fyrir þennan hóp að hittast á Zoom og skipuleggja saman.