Þema mótsins að þessu sinni verður galdrar! Við hvetjum ykkur til að hafa þemað í huga við undirbúning mótsins. Hvaða galdraverur verðið þið? Verðið þið álfar, dvergar, menn, galdrafólk, huldufólk, tröll eða drekar? Þið getið prófað að búa til galdraseiði, lært galdraþulur og búið ykkur til galdraskykkjur.