LÍFIÐ ER ÆVINTÝR

Mótslag skátasumarsins

Brekkan iðar af skátum, sem öll syngja í takt. Það er ekkert sem sannar betur fyrir þér að þú sért statt á skátamóti en krakkaskari sem syngur mótslagið!  

Mótslagið í ár kallar á samtakamátt og liðsheild, enda þurfa galdraverur nær og fjær að taka höndum saman til að vernda galdrasamfélagið. Lag og texti er eftir Ingu Auðbjörgu Straumland. 

Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að hlaða niður mótslaginu:

LÍFIÐ ER ÆVINTÝR - TEXTI

Þegar vonin virðist þrotin
Og þinn baráttuandi er brotinn
Stráð er sagan ógn og stríði
Þá er auðvelt að gefast upp

Ef þér finnst þú einskis virði
Og þú bera þunga byrði
Að þér læðist loftslagskvíði
Þá er auðvelt að gefast upp

En vonleysið má ekki vinna
Við verðum að vera djörf
Svo mörgu verðum við að sinna
Nú aðgerða er þörf

Því að saman við búum til betri heim
Höfum hugfast að við erum ekki ein
Því að ekkert fær stöðvað þann mikla kraft
Sem í samtakamættinum býr

Því að saman við búum til betri heim
Höfum hugfast að við erum ekki ein
Aðeins vinir og von er allt sem þú þarft
Og lífið er ævintýr!


Okkar markmið eru háleit
Þó að sumum þyki fráleit
Þá er nauðsynlegt þau náist
Til að byggja betri heim

Veröldin, hún verður vænni
Framtíðin, hún verður grænni
Ekki nokkur vera þjáist
Ef við tryggjum betri heim

En vonleysið má ekki vinna
Við verðum að vera djörf
Svo mörgu verðum við að sinna
Nú aðgerða er þörf

Því að saman við búum til betri heim
Höfum hugfast að við erum ekki ein
Því að ekkert fær stöðvað þann mikla kraft
Sem í samtakamættinum býr

Því að saman við búum til betri heim
Höfum hugfast að við erum ekki ein
Aðeins vinir og von er allt sem þú þarft
Og lífið er ævintýr!

Þegar vonin virðist þrotin
Og þinn baráttuandi er brotinn
Mundu þá, að þú átt vini,
Þú mátt aldrei gefast upp!