Afmælisfögnuður reykvískra skáta!

Afmælismót SSR

Afmælismót SSR verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 4. – 7. júlí. Tilefnið er 50 ára afmæli sameiningar Skátafélags Reykjavíkur og Kvenskátafélags Reykjavíkur. Mótið er fyrir alla skáta á aldrinum 10-25 ára. Að auki verða fjölskyldubúðir þar sem öll eru velkomin.

Setning mótsins verður fimmtudaginn 4. júlí með prompi og prakt. Heimsóknardagur verður laugardaginn 6. júlí, þar sem fjöldskyldum og vinum er boðið að koma á carnival og um kvöldið er hápunktur mótsins; hátíðardagskrá sem endar með glæsilegri kvöldvöku – nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Staður og stund

Mótið fer fram í Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn, 4.-7. júlí 2019

Þátttakendur

Allir skátar, íslenskir og erlendir, á aldrinum 10-18 ára eru velkomnir. Einnig verða fjölskyldubúðir.
Mótsgjald er 29.500 krónur ef greitt er fyrir 10. maí, en hækkar eftir það.Nánar um mótsgjald og skráningu
Skráningu lýkur 10. júní 2019.Nánar um mótsgjald og skráningu