Mótið

Þemað

Leiðangurinn mikli – Landsmót skáta 2016

Það mega allir túlka leiðangurinn mikla eins og þeir vilja. Hver og einn túlkar þetta ferðalag eins og þeim listir. Að mæta á Landsmót skáta er ákveðinn leiðangur. Fólk er að koma hvaðanæva af landinu og heiminum og eru að fara í leiðangur á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni.

Einnig er það leiðangur út af fyrir sig að vera á Úlfljótsvatni í heila viku á skátamóti og upplifa allt sem er í boði á mótinu, hvort sem það er hike, sigla á bátum, fara í vatnasafarí, tálga eða kynnast nýjum skátum.
Þetta er allt leiðangur og lífið er leiðangur. Einnig er það leiðangur að koma sér heim frá skátamóti. Leiðangurinn mikli táknar margt og túlkar hver og einn skáti hann eins og hann vill.

Þorpunum hafa verið gefin heiti; tjaldbúðir skátanna eru Afríka og Asía, fjölskyldubúðir heita Ameríka og miðbærin Evrópa. Hvetjum við skáta til að skreyta tjaldbúðir sínar eftir einkennum heimsálfanna.

​Dagsetning

17. júlí til 24. júlí 2016

​Staður

Úlfljótsvatn.​

Mótsgjald

54.000 krónur.

​Netfang

landsmot@skatar.is​

​Aldur þátttakenda

Almenn dagskrá er fyrir skáta á aldrinum 10 til 22 ára.

​Mótsstjórn

Stjórn BÍS hefur skipað mótsstjórn Landsmót skáta 2016.
Þessi hópur býr yfir mikilli reynslu innan skátahreyfingarinnar og af mótshaldi og hefur komið að undirbúningi fjölmargra verkefna á vegum Bandalags íslenskra skáta á undanförnum árum. Það er mikill fengur fyrir BÍS þegar hópur reyndra skáta eins og þessi hópur gefa kost á sér til slíkra starfa og kann stjórn BÍS þeim sínar bestu þakkir fyrir.

Upplýsingar um mótstjórn má finna hér​

Rakel Ýr Sigurðardóttir
Rakel Ýr Sigurðardóttirmótsstjóri
Sigmar Örn Arnarson
Sigmar Örn Arnarsondagskrárstjóri
Ásgeir Ólafsson
Ásgeir Ólafssontæknistjóri
Ragnheiður Guðjónsdóttir
Ragnheiður Guðjónsdóttirkynningarstjóri
Hildur Hafsteinsdóttir
Hildur Hafsteinsdóttirstarfsmannastjóri
Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragasonframkvæmdastjóri
Sigurlaug Björk Jóhannsdóttir
Sigurlaug Björk Jóhannsdóttirverkefnastjóri