Mótsgjald og endurgreiðslur.

Mótsgjald er kr. 54.000,-  og af því er staðfestingargjaldið kr. 10.000,- og er óafturkræft og greiðist í síðasta lagi 1.febrúar 2016

Almennur skráningarfrestur er til 15.febrúar 2016, eftir það hækkar gjaldið um 5% í kr. 56.700,-

Skráningu lýkur 31. mars 2016

Landsmótsgjald skal greitt að fullu fyrir 1.maí 2016

Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda hluta af mótsgjaldi við eftirfarandi aðstæður:

 • Ef hætt er við þátttöku 3 mánuðum fyrir mót er endurgreitt allt nema staðfestingargjaldið.
 • Ef hætt er við þátttöku 2 mánuðum fyrir mót er endurgreitt 50% af þátttökugjaldi.
 • Ef hætt er við 30 dögum fyrir mót er endurgreitt 25% af þátttökugjaldi.
 • Ef hætt er við skemur en 30 dögum fyrir mót er engin endurgreiðsla.

Systkinaafsláttur og skilmálar.

Með því að greiða staðfestingagjald samþykki ég eftirfarandi:

 • Að barnið sé að fara á landsmót skáta 2016
 • Að Bandalag íslenskra skáta hafi heimild til að nota þær myndir sem kunna að verða teknar af skátanum á mótinu í útgefnu efni sínu, bæði á prenti og á vef þess.
 • Skátar eru ekki tryggðir sérstaklega í skátastarfi.
 • Á mótinu gilda almenn landslög.
 • Skátalög og skátaheit skulu haldin í heiðri.
 • Áfengi og vímuefni eru ekki leyfð á meðan á móti stendur og þeir sem kunna að gerast uppvísir af notkun þeirra verður vísað tafarlaust af  mótssvæði án endurgreiðslu.
 • Landsmótsgjald skal greitt að fullu fyrir 1.maí 2016

Systkinaafsláttur er greiddur eftirá til þess sem borgaði hann og er afslátturinn á þennan veg:

Fyrsta skráða barn greiðir fullt mótsgjald næstu systkin á eftir fá endurgreitt 10% hvert af mótsgjaldi til Bandalags íslenskra Skáta.

Eyðublað vegna systkinafsláttar: Eyðublað