Þátttakandi

Þátttakendur eru dreka*-, fálka-, drótt- og rekkaskátar fæddir á bilinu 2001** – 2013. Þátttakendur munu upplifa öll þau spennandi og krefjandi ævintýri sem landsmót skáta hefur uppá að bjóða. Skátum frá öllum heimshornum er boðið að koma og taka þátt. Landsmót skáta er almennt haldið á þriggja til fjögurra ára fresti svo þið viljið ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

Ef þú ert róverskáti eða eldri, ekki örvænta! Komdu og vertu með í starfsmannaliðinu okkar.

Skráning er hafin á https://skatar.felog.is/.

Þeir sem voru skráðir á mótið 2020 og hafa ekki óskað eftir endurgreiðslu eru sjálfkrafa skráðir á mótið 2021.

 *Drekaskátar geta verið þátttakendur ef þeirra skátafélag velur að bjóða upp á það. Ferð með drekaskáta á svona stór mót getur krafist aukinna krafta á vegum félagsins og þessvegna er það undir félögunum komið hvort þeirra drekaskátum sé boðið með sem almennum þátttakendum. Hinsvegar geta allir drekaskátar komið með fjölskyldum sínum í fjölskyldubúðum, tekið þátt í þeirri dagskrá sem fer þar fram og komið í heimsókn á heimsóknardag mótsins.

** Rekkaskátum býðst til að koma á mótið sem þátttakendur þar sem mótinu var frestað frá 2020 til 2021. Þeir geta einnig komið og verið með í starfsmannaliði mótsins eða sem foringjar hjá sínu félagi.