Um mótið
Sumarið 2021 verða haldin 3 skátamót á Úlfljótsvatni í stað hins almenna Landsmóts! Drekaskátar og eldri verða velkomnir á mótið og verður tekið sérstakt tillit til þeirra í dagskránni. Skráningu þátttakenda er lokið en skráning fullorðinna er ennþá opin.
Skátafélögum hefur verið skipt í 3 hópa sem hafa tækifæri á að mæta með alla sína skáta á Úlfljótsvatn á 5 daga skátamót. Þannig væru um 150 þátttakendur á svæðinu á hverju móti. Hægt er að sjá skiptingu félaga undir dagsetningar.
Áhersla verður verður lögð á útilíf, tjaldbúðarlíf og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að félögin mæti með sína ungu skáta á þessi mót því lítið hefur verið um útilegur í vetur og við vitum öll hversu mikið útilífið og útilegurnar gefa okkur. Hægt er að hafa samband og fá frekari upplýsingar með því að senda póst á skatasumarid@skatar.is.