Skilmálar

Með því að skrá barnið samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Skilmálar vegna Landsmóts skáta 2021

1. Staðfestingargjaldið 11.000 kr. er hluti mótsgjalds og er það óafturkræft. Það greiðist í síðasta lagi 1. mars 2021.

2. Mótsgjald er 55.000 kr. ef skráð er fyrir 1. september 2020. Mótsgjald hækkar í 60.000 kr. frá og með 1. september.

3. Systkinaafsláttur er veittur þeim sem skrá fleiri en eitt barn á mótið. Barn númer tvö fær 30% afslátt sama gildir ef fleiri systkini eru skráð á mótið. 

3. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) tryggir ekki viðkomandi skáta í skátastarfi.

4. Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku í Landsmóti skáta 2021 er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).

5. Notkun áfengis og vímuefna er bönnuð á Landsmóti skáta 2021. Þeim sem kunna að verða uppvísir af notkun slíkra efna verður vísað tafarlaust af mótssvæði án endurgreiðslu.   

6. Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af mótsgjaldi sem hér segir:

Ef hætt er við þátttöku 3 mánuðum fyrir mót er staðfestingargjaldi haldið eftir.

Ef skátinn hættir við þátttöku 2 mánuðum fyrir mót, er 50% af mótsgjaldi haldið eftir.

Ef skátinn hættir við þátttöku 30 dögum fyrir mót, er 75% af mótsgjaldi haldið eftir.  

Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til mót en sem nemur 30 dögum verður endurgreiðsla engin.  

7. BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið.