ÚLFLJÓTSVATN KALLAR Á ÞIG!

Í aldanna rás hefur samfélag galdravera búið á Úlfljótsvatni, samfélag sem mannfólkið hefur lítið orðið vart við. En nú er farið að sjást til þeirra...

Kynjaverur og galdragálkn hafa verið vel falið leyndarmál við Úlfljótsvatn en á seinustu árum hafa mennirnir þróast töluvert meira en galdraverurnar. Galdrasamfélagið hefur kallað eftir því að allar galdraverur komi saman vatnið bláa í sumar til að koma í veg fyrir að mennirnir uppgötvi samfélagið. Úlfljótsvatn kallar á þig!

ÞREFÖLD ÁNÆGJA

Loksins gengur skátasumarið í garð, eftir langan vetur...

Í venjulegu árferði hefði skátasamfélagið sameinast á Landsmóti skáta síðasta sumars, en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn.  Þess í stað verða haldin þrjú minni mót, þar sem hægt er að virða fjöldatakmarkanir. Mótin fara öll fram í júlí og standa yfir frá miðvikudegi til sunnudags.

TAKTU ÞÁTT

Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja leggja okkur lið!

Til að mótin geti gengið smurt fyrir sig þarf sjálfboðaliða til að aðstoða við hin ýmsu verk á meðan á mótunum stendur. Sjálfboðaliðar fá að upplifa mótið af alvöru og gera það að verkum að börn og unglingar geti notið sín í æsispennandi dagskrá. Þátttaka sjálfboðaliða er þeim að kostnaðarlausu.