LANDSMÓT SKÁTA 2024

Þemanu verður uppljóstrað á Skátaþingi 2023!!

Undirbúningur er í fullum gangi, mótsmerkið er á teikniborðinu og við erum spennt að segja ykkur frá þemanu! 

En hvenær verður það? Jú á Skátaþingi, 24. mars! Hlökkum til að sjá ykkur þar! En ekki örvænta þó að þið komist ekki, við munum tilkynna það hér líka.

12.-19. júlí 2024

Komum saman á Úlfljótsvatni

Eftir nokkur ár þá er loksins komið að því að við sameinumst aftur á Landsmóti skáta, hittum vini, fjölskyldur og hver veit nema þú hittir nýja skáta sem gætu orðið þínir bestu vinir!

Nú er um að gera að hefja undirbúning, ætlar þitt skátafélag að vera með hæstu fánastöngina, bestu stemmninguna eða flottasta skátahrópið? Hlökkum til að sjá!

landsmót fálkaskáta 2022 úlfljótsvatn