landsmót fálkaskáta 2022 úlfljótsvatn

LANDSMÓT SKÁTA 2024

12.-19. júlí 2024

Eftir nokkur ár er loksins komið að því að við sameinumst aftur á Landsmóti skáta, hittum vini, fjölskyldur og hver veit nema þú hittir nýja skáta sem gætu orðið þínir bestu vinir! Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 12.-19. júlí 2024! 

Nú er um að gera að hefja undirbúning, ætlar þitt skátafélag að vera með hæstu fánastöngina, bestu stemmninguna eða flottasta skátahrópið? Hlökkum til að sjá! 

Taktu þátt í að skapa ævintýri

Við leitum af sjálfboðaliðum!

Til að Landsmót skáta 2024 geti gengið smurt fyrir sig þurfum við sjálfboðaliða (IST) til að aðstoða okkur við hin ýmsu verk á meðan á mótinu stendur. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þau hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að gera til að skapa ógleymanlegt skátamót fyrir öll, auk þess sem þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast fleiri skátum og njóta sumarsins á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg en það þarf til dæmis aðstoð við dagskrá, uppsetningu, kynningarmál og fleira!

Dróttskátamót 2023 Sædís og Anna Kristjana