Galdrasamfélagið á Úlfljótsvatni

Galdrasamfélagið hefur kallað eftir því að allar Galdraverur komi saman á Úlfljótsvatni í sumar til að koma í veg fyrir að mennirnir uppgötvi samfélagið. Galdrasamfélagið hefur verið vel falið leyndarmál á Úlfljótsvatni en á seinustu árum hafa mennirnir þróast töluvert meira en galdraverurnar. Fyrr á árinu voru nokkrir skátar á Úlfljótsvatni og fundu vísbendingar um galdrasamfélagið! Það er því mikilvægt að allar verur mæti í sumar og hjálpi til við að þróa galdrasamfélagið og koma í veg fyrir að það uppgötvist!

Skátafélög hafa fengið úthlutaða galdraveru sem þeirra félag stendur fyrir á meðan á skátamótið þeirra stendur yfir. Hægt er að sjá hér til hliðar hvaða veru hvert félag hefur fengið úthlutaða.

Mótstjórn vill hvetja þátttakendur og félög til að taka sig saman og kynna sér sínar galdraverur fyrir mótið. Einnig væri gaman að sjá einkenni tengt þemanu og galdraverunum á mótunum í sumar. Einkenni geta verið búningar, skilti í tjaldbúð eða annað sem er einkennandi fyrir galdraverurnar ykkar. 

skatasumar-hopaskipting-verur-v2[1]