LEGGÐU OKKUR LIÐ!

Við leitum að sjálfboðaliðum

Til að mótin geti gengið smurt fyrir sig þarf sjálfboðaliða til að aðstoða við hin ýmsu verk á meðan á mótunum stendur. Verkefnin tengjast að mestu dagskrá en geta líka falið í sér eldamennsku, þrif og uppsetningu fyrir mót. Starfsfólk getur verið skátar, foreldrar eða aðrir áhugasamir 16 ára og eldri sem ekki eru þátttakendur eða foringjar á mótinu. Starfsfólk mætir degi fyrr en þátttakendur á mótið (á þriðjudegi) og fer heim aftur á sunnudagskvöldi. Skráning er hafin inn á og getur starfsfólk valið sér vikur. Þátttaka sjálfboðaliða er þeim að kostnaðarlausu.

Hvað færð þú í staðinn?