Dagskrá

Dagskráin á mótinu verður ekki af verri endanum þar sem skátar ólíku heimana koma saman og tengjast í gegnum fjölbreytta dagskrá. Eiginleikar hvers heims (sjá Þema) fá að njóta sín og styrkleikar skátana munu koma að góðum notum auk þess sem skátarnir munu sanka að sér nýrri vitneskju og upplifa ný ævintýri.  

Dagskrátorgin eru fjögur:

  • Göngutorg – hér fá skátarnir tækifæri á að ganga í gegnum ólíka heima 
  • Samfélagstorg – það skiptir ekki máli frá hvaða heimi þú kemur, skátar hafa alltaf það markmið að skilja við staðinn sem þau eru á betur en þau komu að honum og því munum við vinna saman að því á mótinu 
  • Þrauta- og metatorg – stórleikir, skemmtun og brjálað stuð einkennir þetta þorp
  • Sköpunartorg –  hér fá skátarnir tækifæri á að skapa allt það sem ímyndunaraflið þeirra getur framkallað
Valdagskráin verður spennandi og fjölbreytt þar sem skátarnir fá tækifæri á að prófa ýmsa skemmtilega hluti á borð við:
  • Klifurvegginn
  • Vatnasafarí
  • Kíkja á Skátasafnið
  • Skella sér á báta
  • Kanna hvað við heyrum úr heiminum í gegnum Radíóskáta