Dagskrá landsmóts

Það eru einstök forréttindi að alast upp sem skáti, enda hafa skátar vítt áhugasvið. Margir eignast sína bestu vini í skátunum og myndast hafa ævilöng vináttusambönd.
Skátastarfið er leiðangur og Landsmót skáta er hluti af þeirri vegferð. Sumarið 2016 verður Landsmót skáta haldið að Úlfljótsvatni og þangað munu mæta bæði íslenskir og erlendir skátar. Þar munu ólíkir hópar hittast með þau sameiginlegu markmið um að skemmta sér, eignast nýja vini og takast á við ný verkefni. Dagskrá Landsmóts skáta verður fjölbreytt, krefjandi, skemmtileg og lærdómsrík.

Nú er hægt að skrá flokkana í valdagskrá mótsins, en hér til hliðar eru allar upplýsingar um dagskrárpóstana í hverri dagskrárveröld. Ýttu á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá flokkinn.

Skráning í valdagskrá: Hér Dagskrarrammi-2-3-FINAL

Dagskrárstjórn

Sigmar Örn Arnarson
Sigmar Örn ArnarsonDagskrárstjóri
Edda Björk Gunnarsdóttir
Edda Björk Gunnarsdóttir
Páll Viggósson
Páll Viggósson