Á Landsmóti skáta skapast sannkallaður ævintýraheimur. Á mótssvæðinu byggir hvert félag upp tjaldbúð þar sem skátarnir búa í vikutíma. Það reynir á skátana og mörg fara út fyrir þægindarammann sinn þegar þau fara í fyrsta sinn á skátamót og dvelja í tjaldi með öðrum. Skátarnir fá tækifæri til að kynnast ólíkum einstaklingum og mynda ný vinatengsl. Skátamót eru ein af lykilstoðum skátastarfs því þar gefst okkur kostur á að efla leiðtogahæfni og skapandi huga. Úti í náttúrunni getur skátinn fundið tengingu við umhverfið og eigin tilveru. Við tökumst á við krefjandi áskoranir sem styrkja sjálfstraust, ábyrgð og þekkingu okkar. 

Meet the Camp Committee

Visit Akureyri