Fyrir fjölmiðla

Landsmót skáta 2026

Landsmót skáta er að jafnaði haldið á þriggja ára fresti. Á mótið koma skátar frá Íslandi en jafnframt er erlendum skátum boðið á mótið. Þátttakendur eru á aldrinum 10-17 ára og sjálfboðaliðar 18 ára og eldri. 

Á Landsmóti skáta skapast ævintýraheimur þar sem hvert félag byggir upp tjaldbúð þar sem skátarnir búa í vikutíma. Það reynir á skátana og mörg fara út fyrir þægindarammann sinn þegar þau fara í fyrsta sinn á skátamót og dvelja í tjaldi með öðrum.

Skátarnir fá tækifæri til að kynnast ólíkum einstaklingum og mynda ný vinatengsl. Skátamót eru ein af lykilstoðum skátastarfs því þar gefst okkur kostur á að efla leiðtogahæfni og skapandi huga. Úti í náttúrunni getur skátinn fundið tengingu við umhverfið og eigin tilveru. Við tökumst á við krefjandi áskoranir sem styrkja sjálfstraust, ábyrgð og þekkingu okkar. 

Dagskráin verður fjölbreytt og ævintýraleg en meðal annars verður boðið upp á leiki, hike, bæjarferðir, þrautir, kvöldvökur og næturleiki ásamt mörgu öðru. 

Tengiliður við fjölmiðla

Langar þig að vita meira um Landsmót, tala við skáta eða sjálfboðaliða?

Hafðu samband við tengilið mótsins:

Halldóra Aðalheiður
Kynningamálastýra BÍS og dótturfélaga

+354 550 9803
+354 894 9038

Tölvupóstur: halldoraolafs@skatarnir.is

Áhugaverðir dagskrárliðir

Þema mótsins

Á mótinu munu þátttakendur kynnast tröfrandi heimi Hamra og nágrennis. Svæðið er fjölbreytt og þar má upplifa allskyns ævintýri í náttúrunni. Skátarnir munu virða fyrir sér veðurfarið, gróðurinn og samfélagið svo eitthvað sé nefnt. 

Þemað ber titilinn „á norðurslóð“ og mun tengjast inn í alla dagskrá mótsins með einum eða öðrum hætti. Skátarnir munu fá tækifæri til að kynnast sjálfbærni á norðlægum slóðum og tengja verkefni sín inn í heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. 

Hægt er að lesa nánar um þemað hér.