Skip to content
- Skátalögin og Æskulýðsslög eru lög mótsins.
- Mótsgestum ber að vera á mótssvæðinu meðan á móti stendur, nema ef um skipulagða dagskrá á vegum mótsins er að ræða. Sérstaka heimild mótsstjórnar þarf til að yfirgefa mótssvæðið.
- Alger kyrrð skal ríkja á mótssvæðinu eftir 11 á kvöldin til 8 á morgnana. Öll skulu vera komin í sína tjaldbúð hálfri klukkustund eftir að formlegri dagskrá lýkur.
- Reykingar og nikótín notkun eru með öllu óheimil.
- Neysla áfengis eða vímuefna er með öllu óheimil á mótssvæðinu og varðar brottrekstri án undantekninga.
- Við setningu, slit og aðrar hátíðlegar athafnir skulu öll vera í skátabúning. Frá mótssetningu til mótsslita skulu öll að lágmarki bera mótsklút.
- Eld má ekki kveikja nema á þar til gerðum eldstæðum.
- Umferð farartækja um mótssvæðið er óheimil nema með leyfi mótsstjórnar.
- Mótsgestir eru bundin af reglum mótsins frá því þau koma á mótssvæðið og þar til þau yfirgefa það að móti loknu.
- Það er á ábyrgð fararstjóra að sjá til þess að reglur þessar séu haldnar og að mótsgestir fari í einu og öllu eftir fyrirmælum mótsstjórnar.