SKRÁNING

NÝSKRÁNING

ÁÐUR SKRÁÐIR Á LANDSMÓT

Gjaldið sem þarf að greiða fyrir mótið er 39.000 kr. en innifalið í því er gistiaðstaða, dagskrá, matur og einkenni. Systkinaafsláttur er 25% og er veittur af þátttökugjöldum vegna þáttöku barna umfram eitt.

Fyrir þá sem þurfa að nýskrá sig á Skátasumarið þá er skráning hafin á https://skatar.felog.is/ 

Skráningarfrestur er til og með 30. apríl 2021.

Þátttökugjöld sem greidd hafa verið vegna Landsmóts skáta 2020 ganga upp í þátttökugjaldið og eftirstöðvar verða endurgreiddar að fullu. 

Þeir þátttakendur sem kjósa að taka ekki þátt fá endurgreitt að frádregnu staðfestingargjaldi.

Þeir þátttakendur sem höfðu afboðað og fengið endurgreitt geta nú skráð sig og nýtt staðfestingargjaldið sem fékkst ekki endurgreitt sem innáborgun.

Til að færa skráningu frá Landsmóti yfir á Skátasumarið eða óska eftir endurgreiðslu þarf að senda tölvupóst til þjónustufulltrúa á netfangið skatar@skatar.is