Dagskrá

Dagskráin á mótinu verður ekki af verri endanum en þar verða Heimsmarkmiðin höfð í hávegum ásamt öðrum spennandi verkefnum. Jarðgerðarfélagið ætlar að mæta og kenna okkur ýmislegt tengt lífrænum úrgangi og jarðgerð. Við ætlum einnig að vinna í okkur sjálfum og leyfa okkur að vera eins og við erum hvort sem við erum álfar, tröll eða menn! Að auki verður allskonar Úlfljótsvatnsdagskrá í boði s.s. klifur, bátar, bogfimi, gönguferðir, tjaldbúðavinna, vatnasafarí og margt margt fleira.