Sjálfboðaliðar

​​Hefur þú áhuga á að koma að undirbúningi og framkvæmd landsmót ?  Endilega settu þig í samband við landsmot@skatar.is eða í síma 550-9800.  Við leitum nú að höndum í eftirfarandi verkefni:

Gríðarlega mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á jafnstórum og viðamiklum viðburði og landsmót skáta er.  Því er mikilvægt að allir sem vettlingi geti valdið hjálpist að og aðstoði við undirbúning og framkvæmd mótsins – skátar eru ekki þekktir fyrir að sitja á hliðarlínunni og horfa á.

​Væntingar eru bundnar við að skátafélögin virki með sér foreldra skátanna og eldri félaga, bæði til að aðstoða félögin og einnig við mótshaldið sjálft.

​Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við mótsstjórn og nefndir hennar hvetjum við þig til að hafa samband við mótsstjórn með því að senda netpóst: landsmot@skatar.is

Foreldrar, vinir og áhugafólk um skemmtilega stórviðburði er einnig hvatt til að sækja um – þarna upplifum við viðburðastjórnun eins og hún gerist best.

Þá má benda eldri skátum og foreldrum er hyggjast dvelja í fjölskyldubúðum á að oft vantar aðstoð í styttri tíma meðan á mótinu stendur og margir hafa áhuga á að leggja lið nokkrar klukkustundir á dag.  Ef svo er væri gott að vita af áhuga þínum fyrir mót, endilega senda mótsstjórn póst á netfangið landsmot@skatar.is.   Nú eða mæta í Ráðhúsið fljótlega við komu og láta vita af áhuga þínum.  Auk þess verður á mótinu sjálfu hægt að skrá sig á ákveðin verkefni á lista sem settur verður upp á tilkynningatöflur í fjölskyldubúðum daglega.

Nú erum við búin að opna starfatorg, en þar getið þið skráð ykkur í þær veraldir sem þið hafið áhuga á eða í annað með þeim upplýsingum sem þið hafið áhuga á að gera.

Starfatorg skáta.